Lög Tinktúra


I. Kafli: Um Tinktúru félag lyfjafræðinema

 

1.gr. Félagið heitir Tinktúra, félag lyfjafræðinema við Háskóla Íslands. Lögheimili

þess og varnarþing er í Reykjavík.

2.gr. Allir stúdentar innritaðir í Lyfjafræðideild Háskóla Íslands geta orðið félagar í

Tinktúru. Félagsgjöld má innheimta einu sinni á ári og skal það gjald vera samkvæmt

því sem ákveðið er á aðalfundi.

  1. Engin getur orðið meðlimur Tinktúru án þess að greiða árlegt félagsgjald. Þetta á við um stjórnarmeðlimi, embættismenn og alla aðra nemendur.

3.gr. Hlutverk félagsins er að hafa forgöngu í félagslífi lyfjafræðinema við Háskóla

Íslands, efla fræðslu, gæta hagsmuna þeirra í hvívetna og vera fulltrúi þeirra innan

háskólans og utan. Félagið skal annars milligöngu milli lyfjafræðinema við Háskóla

Íslands og annarra háskóla og gangast fyrir að afla upplýsinga um framhaldsnám.

 

II. Kafli: Um aðalfund

 

4.gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn að vori ár hvert. Til aðalfundar skal boðað

með auglýsingu í húsakynnum deildarinnar, á tölvupósti og á heimasíðu Tinktúru,

með minnst 5 daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur sé löglega til hans boðað og

skulu þær ákvarðanir standa sem á honum eru teknar með meirihluta atkvæða.

Atkvæðisrétt hafa meðlimir Tinktúru.

5.gr. Dagskrá aðalfundar er: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins

lagðir fram til umræðu og samþykktar.3. Tillögur til lagabreytinga ræddar, ef nokkrar

eru, og atkvæði greidd um þær.

  1. Kosningar samkvæmt 16. grein laga félagsins. 5. Ákvörðun félagsgjalda. 6. Önnur

mál.

 

III. Kafli: Um stjórn Tinktúru og embættismenn

 

6.gr. Stjórn félagsins er skipuð fimm félagsmönnum. 1. Formaður 2. Varaformaður-

Ritari 3. Gjaldkeri 4. Skemmtanastjóri 5. Meðstjórnandi. Atkvæði formanns skal

ráða falli atkvæði jöfn. Stjórn Tinktúru hefur heimild til að vísa embættismanni úr

starfi eftir skriflega áminningu ef hann uppfyllir ekki skyldur sínar. Það skal vera

einróma samþykkt innan stjórnarinnar. Stjórn Tinktúru er heimilt að skipa

embættismann til lengri eða skemmri tíma með samþykki viðkomandi aðila í stað

þess sem vikið er úr starfi.

7.gr. Formaður félagsins er formælandi félagsins út á við. Hann boðar stjórnarfundi

og stýrir þeim. Formaður er fulltrúi nemenda í deildarráði lyfjafræðideildar. Þar skal

hann gæta hagsmuna lyfjafræðinema og ekki taka veigamiklar ákvarðanir né leggja

þeim lið, nema að höfðu samráði við stjórn Tinktúru. Vilji formaður ekki sinna

embætti í deildarráði getur hann falið öðrum nemenda það í hendur innan stjórnar

Tinktúru með samþykki nemendans. Ef enginn fæst til að sinna embættinu er

formaður skyldugur til að gegna því. Formaður er jafnframt áheyrnarfulltrúi í

Stúdentaráði HÍ. Er formaður lýkur störfum heldur hann sæti sínu í deildarráði næsta

starfsár. Undir embætti formanns fellur umsjónarmaður heimasíðu og öryggisfulltrúi.

Formaður, eða annar nemandi í stjórn sem ákveðinn er í samráði við stjórn Tinktúru,

skal sitja í fulltrúaráði Heilbrigðisvísindasviðs, Heiló. Í fulltrúaráðinu sitja fulltrúar

allra deilda sviðsins, auk sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs sem er hluti af

Stúdentaráði HÍ. Í því felst að sitja fundi einu sinni í mánuði og vera tengiliður

Tinktúru við sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs.

8.gr. Varaformaður-ritari skal rita fundargerðir stjórnarfunda og kemur á framfæri

fréttum af starfi félagsins. Varaformaður-ritari skal hafa umsjón með tölvupósti og ber

ábyrgð á því að tölvupósti sé svarað. Útgáfa félagsskírteina og birting á lögum

félagsins er á ábyrgð ritara. Varaformaður-ritari er jafnframt staðgengill formanns, ef

þörf krefur. Varaformaður-ritari skal fá úthlutað 200 blaðsíðna prentkvóta af reikning

Tinktúru á hverju starfsári.

9.gr. Gjaldkeri skal bera ábyrgð á fjárreiðum félagsins. Hann skal halda dagbók um

tekjur og útgjöld félagsins, og leggur á aðalfundi fram endurskoðaða reikninga þess.

Félagatal er í höndum gjaldkera. Gjaldkeri félagsins er einnig staðgengill

varaformanns-ritara ef þörf krefur.

10.gr. Skemmtanastjóri skal hafa yfirumsjón með skemmtunum lyfjafræðideildar, svo

sem að útvega vísindaferðir í samstarfi við aðra stjórnarmeðlimi og gæta þess að

skipulagning atburða hefjist tímanlega. Skemmtanastjóri skal leggja fram áætlun að

skemmtunum hverrar annar tímanlega fyrir stjórn, áætlun haustannar skal kynnt stjórn

eigi síðar en 15. ágúst og áætlun vorannar eigi síðar en 15. desember.

11.gr. Meðstjórnandi skal tilnefndur af 1. ársnemum að hausti. Starf hans er að stuðla

að eflingu félagslífs innan lyfjafræðideildar og stuðla að því að upplýsa samnemendur

sína á 1 .ári um starfsemi félagsins.

12.gr. Hirðljósmyndari félagsins sér um að myndatökur af viðburðum félagsins og að

birta myndirnar í samstarfi við umsjónarmann heimasíðu. Hirðljósmyndari ber ábyrgð

á myndavél félagsins og sér um viðhald. Kostnaður vegna viðhalds er greiddur af

tækjasjóði félagsins.

13.gr. Félagslegir endurskoðendur skulu vera tveir og fara þeir yfir reikninga

félagsins fyrir aðalfund. Skulu þeir yfirfara reikninga félagsins og ganga úr skugga

um að fyllsta heiðarleika sé gætt við framsetningu þeirra. Þeim ber skylda til að

upplýsa fundarmenn á aðalfundi ef þeir hafa einhverjar athugasemdir gert við

reikninga félagsins sem að ekki hafa fengið eðlilega skýringu að þeirra mati.

14.gr. Ritstjóri Lybbafrétta skal sjá um útgáfu Lybbafrétta. Í embætti ritstjóra mega

fleiri en einn aðili sitja. Hlutverk hans skal vera að stýra ritnefnd sem sér um útgáfu á

Lybbafréttum. Ritstjóri er jafnframt ábyrgðarmaður blaðsins. Ritstjórn skal skipuð

einum einstakling af hverju ári og skulu þeir einnig þjóna sem tengiliðir síns árs við

stjórnina sé enginn í stjórn af þeirra ári. Þessir aðilar skulu vera tilnefndir af sínu ári í

byrjun hvers skólaárs. Lybbafréttir skulu koma út að minnsta kosti einu sinni á hverri

önn, það er, einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn. Þar að auki skal koma út eitt

blað á ári þar sem árshátið Tinktúru eru gerð skil.

15.gr. Fulltrúar erlendra samskipta eru tveir, kosinn er einn fulltrúi á hverju ári sem

situr í tvö ár. Fulltrúi erlendra samskipta þjónar sem tengiliður við alþjóðleg félög

lyfjafræðinema fyrir hönd lyfjafræðinema.

16.gr. Jafnréttisfulltrúi er einn, kosinn á aðalfundi ár hvert. Hlutverk

jafnréttisfulltrúa er að fjalla um og hafa eftirlit með að jafnrétti sé framfylgt innan

deildarinnar. Öllum ábendingum er varða jafnrétti skal koma til fulltrúans og hann

kemur þeim áleiðis þangað sem við á.

17.gr. Kosning embættismanna á aðalfundi skal vera leynileg. Kosningarétt hafa allir

félagsmenn Tinktúru. Kosningu skal þannig háttað: 1. Formaður, varaformaður-ritari

og gjaldkeri svo og skemmtanastjóri skulu kosnir fyrst og í þeirri röð sem að framan

greinir. Meðstjórnandi er tilnefndur af 1. árs nemum á kynningarfundi í upphafi

kennsluárs. 2. Hirðljósmyndari félagsins kosinn. 3. Félagslegir endurskoðendur

kosnir. Framboð eru einstaklingsbundin en hver kjósandi kýs tvo frambjóðendur og

hljóta tveir atkvæðahæstu kosningu. 4. Fulltrúar í námsnefnd. Kosið skal um einn

fulltrúa úr BS námi og einn fulltrúa úr MS námi, þannig að tveir fulltrúar nemenda

sitji ávallt í námsnefnd. 5. Fulltrúi erlendra samskipta kosinn. Hann skal kosinn til

tveggja ára. 6. Ritstjóri Lybbafrétta kosinn. 7. Jafnréttisfulltrúi kosinn. 8. Kosning í

önnur embætti og nefndir eftir þörfum Lyfjafræðideildar og Tinktúru.

Framboð þurfa að berast stjórn Tinktúru að minnsta kosti 24 tímum fyrir aðalfund. Ef

ekkert framboð berst í embætti er öllum meðlimum Tinktúru sem sitja aðalfundinn

heimilt að bjóða sig fram. Einnig þarf að auglýsa embætti að minnsta kosti viku fyrir

aðalfund. Ef embættismaður Tinktúru af einhverjum ástæðum hættir störfum, eða ekki

fæst til þess framboð á aðalfundi er stjórn Tinktúru heimilt að skipa embættismenn

utan aðalfundar til lengri eða skemmri tíma.

18.gr. Vantraust á stjórninni skal borið fram skriflega og skal minnst ¼ félagsmanna

undirrita það. Stjórninni er skylt að halda félagsfund um vantraust innan tveggja vikna

og skal boða til hans á sama hátt og segir til um aðalfund. Til að vantrauststillagan nái

fram að ganga skal ný stjórn kosin á sama hátt og á aðalfundi.

19.gr. Stjórnin boðar til félagsfundar þegar hún telur þörf á. Stjórnin skal halda

kynningarfund fyrir 1. ársnema í upphafi kennsluárs þar sem að starfsemi félagsins og

lög þess eru kynnt. Allir viðkomandi embættismenn skulu sitja þann fund ásamt stjórn

Tinktúru. Stjórninni er skylt að boða til fundar svo fljótt sem unnt er, og málefni

krefst, ef 10 félagar eða fleiri æskja þess. Til fundar skal boðað á sama hátt og segir til

um aðalfund, þó með minnst sólarhrings fyrirvara.

20.gr. Óski nemendur eftir því að skipuleggja vísindaferðir er þeim heimilt að sækja

um styrk úr félagssjóði og skal sú umsókn berast skriflega eða munnlega. Stjórn

Tinktúru skal taka umsóknir upp á stjórnarfundum og ákveða það hverju sinni hvort

félaginu sé stætt á að greiða úr sjóðum sínum fyrir slíkar ferðir.

 

IV. Kafli: Um tekjur og eignir félagsins

 

21.gr.

  1. Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi og sé þess getið í fundarboði. Tekjum

félagsins skal varið til starfsemi þess, eftir því sem stjórnin ákveður hverju sinni.

  1. Sjóðir félagsins eru tveir annar nefndur félagssjóður reikningsnúmer 301-26-057057.

Allar tekjur af rekstri félagsins skulu innfærðar á þann reikning svo sem félagsgjöld,

sala á skemmtanir félagsins o.s.frv. Sá síðari er hinn svonefndi tækjasjóður

reikningsnúmer 0338-13-220203 allar tekjur af ljósritun skulu innfærðar á þann

reikning, þeim peningum má verja til tækjakaupa og viðhalds á eignum félagsins.

22.gr. Reikningsár félagsins er á milli aðalfunda. Reikningum félagsins skal skilað til

félagslegra endurskoðenda þess minnst 3 sólarhringum fyrir aðalfund. Þá skulu

endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á aðalfundi.

 

V. Kafli: Um borðamál

 

23.gr. Stjórn Tinktúru annast úthlutun borða í lesrými Haga. Skal sú úthlutun fara

fram að hausti, svo fljótt sem unnt er. Við úthlutun skal eftirfarandi forgangsröð gilda:

1. Í fyrsta forgangi eru þeir nemendur sem komnir eru lengra í námi sínu. 2. í öðrum

forgangi eru þeir sem gegna embættum fyrir Tinktúru, félag lyfjafræðinema. Séu tveir

eða fleiri nemendur í sama forgangi skal hlutkesti ráða hvor/hver fær úthlutað borði.

Úthlutun skal endurskoðuð í janúar að höfðu samráði við þá sem hafa borð til umráða.

Skulu sömu úthlutunarreglur gilda ef til nýrrar úthlutunar kemur. Hafa skal 4 borð

laus borð sem ekki er úthlutað.

 

VI. Kafli: Um erlend samskipti

 

24.gr. Ef fjöldi fulltrúa Tinktúru á ráðstefnur og viðburði erlendis er takmarkaður

sökum fjármagns eða annarra þátta skal forgangsraða þeim nemum sem óska eftir að

fara, sem hér segir: 1. Í fyrsta forgangi eru þeir nemendur sem gegna stöðu fulltrúa

erlenda samskipta. 2. Í öðrum forgangi eru embættismenn á vegum Tinktúru félags

lyfjafræðinema. 3. Í þriðja forgangi eru nemar sem komnir eru lengra í námi sínu. Ef

forgangur nema er jafn skal varpa hlutkesti um hver sé valinn tl ferðarinnar.

25.gr. 1. Fulltrúar erlendra samskipta greiða viðkomandi ráðstefnuförum hluta eða

allan raðstefnu- og ferðakostnað eftir því sem fjármagn leyfir af reikningi erlendra

samskipta . 2. Umframstyrktarfjárhæðir skulu vera geymdar á reikningi erlendra

samskipta til úthlutunar næsta árs. 3. Ráðstefnufarar skulu afhenda fulltrúum erlendra

samskipta yfirlit yfir styrktaraðila og styrktarfjárhæðir sem voru veittar.

VII. Kafli: Lagabreytingar og gildistaka

 

26.gr. Breytingar á lögum þessum verða aðeins gerðar á löglegum aðalfundi og þarf

2/3 hluta atkvæða til að samþykkja tillögur um lagabreytingar. Breytingartillögur

þurfa að hafa borist stjórn félagsins skriflega einum sólarhring fyrir aðalfund. Í öllum

öðrum málum nægir einfaldur meirihluti greiddra atkvæða, sé ekki annað tekið fram.

27.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Lagabreytingartillögur sem samþykktar eru á

aðalfundi öðlast gildi eftir að aðalfundi er slitið og ný lög félagsins hafa hlotið

birtingu á heimasíðu félagsins. Ber ritari fráfarandi stjórnar ábyrgð á birtingu

endurskoðaðra laga og skal það gert innan 7 sólarhringa frá aðalfundi. Stjórn er heimilt að

leiðrétta augljósar stafsetningavillur eða misritanir í lögum þessum utan aðalfundar.

Breytingarnar skulu þó bornar undir næsta reglulega aðalfund til staðfestingar.

 

VIII. Kafli: Um atburði á vegum Tinktúru

 

28.gr Skráning á atburði Tinktúru er bindandi sólarhring fyrir ferð. Stjórn Tinktúru er

heimilt að setja viðurlög gegn fjarveru á atburði.

 

IX. Kafli: Aðstöðumál lyfjafræðinema

 

29.gr. Lyfjafræðinemar hafa aðgang að sameiginlegum ísskáp í eigu Tinktúru sem er í

eldhúsinu í Haga. Gegn því að hlutir sem eru geymdir í honum séu kyrfilega merktir

upphafsstöfum eiganda og ári. Á föstudögum hefur stjórn nemendafélagsins leyfi til

að fleygja ómerktum hlutum úr ísskápnum.